Æfingar í endurhæfingu – Þær virka!

Rétt valdar æfingar og skipulögð þjálfun eru ótrúlega öflugt tól til að hafa áhrif á mannslíkamann. Flest öll lifum við þannig lífsstíl að hreyfingar okkar eru mjög einhæfar og þjálfa eða viðhalda sumum vöðvum og hreyfingum betur en öðrum. Við þróum því flest með okkur einhvers konar misstyrk sem hefur svo áhrif á hvernig við hreyfum okkur (1).

Með því að greina hreyfingar einstaklings er hægt að finna veikleikana í hreyfikerfinu. Veikleika sem geta leitt til meiðsla í versta falli (2), en skerða frammistöðu i besta falli. Sá sem fer í gegnum virka endurhæfingu, með vel völdum hip extension stretch rotatedæfingum til að þjálfa upp veikleikana verður ekki bara með minni verki (3) og betri frammistöðu (4) heldur verður viðkomandi betur til þess fallinn að standast álagið sem olli verkjunum.

Sjálfsmeðferð og æfingar eru einnig óneitanlega mun praktískari meðferðarform heldur en rafbylgjumeðferðir, laserar og hljóðbylgjur, þar sem mun færri meðferðarskipti þarf til að veita meðferðina. Einstaklingur sem sinnir sjálfsmeðferð getur ákveðið sjálfur í samráði við sjúkraþjálfara hve stíft hann þjálfar og þannig haft áhrif á hraða og erfiðleikastig endurhæfingarinnar. Undarlegustu hreyfingar og stellingar geta verið ótrúlega erfiðar sé maður með veikleika í hreyfikerfinu, og það er verðlaunandi þegar styrkurinn jafnast út og ánægjulegt að finna þessar hreyfingar verða fyrst mögulegar, svo auðveldar.

——————–

ATH: Þær skoðanir sem hér eru hafðar frammi eru mínar eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir annarra sjúkraþjálfara Atlas Endurhæfingar. Færslurnar eru skrifaðar til fróðleiks og gamans en jafngilda ekki, og koma ekki í staðinn fyrir, ráðleggingar heilbrigðisstarfsmanns. Eigir þú við heilsufarsvandamál að stríða skaltu ráðfæra þig við heilbrigðisstarfsmann.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s