Úreltar Aðferðir – Inngangur

Fagstétt sjúkraþjálfara stendur núna á krossgötum. Undanfarin ár hefur gagnreynd sjúkraþjálfun (enska: evidence based physiotherapy) verið að ryðja sér til rúms. Hugmyndin er einföld, að sjúkraþjálfarar vinni eftir bestu vísindalegu þekkingu hverju sinni, í bland við eigin reynslu og þarfir viðskiptavinarins. Þegar ég heyrði þetta fyrst, snemma í grunnnáminu fannst mér varla að taka þyrfti þetta fram, enda hafði ég verið iðinn við lestur vísindagreina síðan í menntaskóla svo mér fannst ekki tiltökumál að starfandi heilbrigðisstarfsmenn störfuðu eftir bestu þekkingu. En ástæðan fyrir því að þessi hugmyndafræði þarf að ryðja sér til rúms en er ekki bara 100% sjálfsögð og sjálfgefin er einföld: sjúkraþjálfun hefur hingað til ekki verið byggð á bestu vísindalegu þekkingu hverju sinni.

Sjúkraþjálfarar vinna eftir ýmsum mýtum í bland við sterka þekkingu á líffærafræði og lífaflfræði hreyfikerfisins. Sjúkraþjálfarar þurfa að vera duglegir í að lesa og túlka vísindalega þekkingu, og stunda virka sjálfsgagnrýni á þær aðferðir og hugmyndafræði sem þeir nota. Þessi þáttur hefur að mínu mati ekki verið kenndur nægilega vel í grunnnáminu og starfsumhverfi sjúkraþjálfara á Íslandi gerir það fjárhagslega óhagstætt að vinna með vönduðum vinnubrögðum. Ég veit því ekki hve margir sjúkraþjálfarar uppfæra sína þekkingu, en ég veit fyrir víst að þær aðferðir sem ég fjalla um eru í notkun.

Margar aðferðirnar eru notaðar byggt á klínískri reynslu sem vitað er að er óáreiðanleg (1) og ógagnleg (2). Einnig er þekkt að góður árangur næst með því að fylgja bestu þekkingu (3). Saga blóðtöku í meðferðarskyni* er heillandi, ekki síst vegna þess að hún er ekki einsdæmi. Margar aðferðir hafa í gegnum tíðina orðið mjög algengar og mikið notaðar án þess að hafa neitt raunverulegt notagildi og jafnvel verið beinlínis skaðlegar. Mjög gjarnan hafa meðferðaraðilar mjög góða reynslu af aðferðum sem reynast síðar valda skaða. Þess vegna á besta vísindalega þekking hverju sinni að ráða starfi sjúkraþjálfara fyrst og fremst, og reynsla notuð til viðbótar.

Ég hef upplifað þetta af eigin raun. Þegar ég byrjaði fyrst að vinna talaði kollegi minn mjög blíðlega um laserpenna sem hann notaði mikið. Ein sterkustu rökin fannst mér vera að það tekur eingöngu um 10-20sek að beita meðferðinni, því ég vissi að takmarkaðar rannsóknir voru að baki. En, að hans ráðum fór ég að nota laser pennann, en svona pennar eru mikið notaðir. Mér fannst hann gefa góða raun og viðskiptavinirnir líka. Svo kom á daginn að penninn var bilaður, það kom enginn laser úr honum. En enginn sjúkraþjálfarana, né viðskiptavinanna, hafði fundið fyrir breytingu á áhrifum meðferðarinnar þegar hann bilaði! Góð reynsla af meðferð er ómarktæk, vegna þess að ómögulegt getur verið fyrir sjúkraþjálfara og viðskiptavini að sjá í gegnum lyfleysuáhrifin.

Þess vegna skrifa ég þessa seríu. Ég ætla fjalla um aðferðir og meðferðir sem eru notaðar í faginu en vísindi hafa sýnt fram á að virka annað hvort ekki eins og talið var að þær myndu virka, eða virka alls ekki.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Úreltar Aðferðir – Inngangur

  1. Bakvísun: Úreltar Aðferðir #1 – Hljóðbylgjur | Haraldur Sig

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s