Álagsmeiðsli #3 – Forvarnir álagsmeiðsla

Hluti af meistaranámi mínu í íþróttasjúkraþjálfun fól í sér að skima einn árgang í íþróttagrunnskóla í Malmö fyrir áhættuþáttum og meiðslum. Meðal þess sem ég skoðaði var styrkur í völdum hreyfingum, gæði hreyfinga og samhæfing. Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir var að einstaklingsíþróttamenn eins og tennisspilarar og dýfingarmenn voru að skora töluvert hærra á þessum prófunum heldur en hópíþróttamenn.

Ástæðan er einföld, líkamleg þjálfun í liðsíþróttum fer oftast fram með liðsheildinni. T.d. hef ég spurt marga hópíþróttamenn hve lengi þeir geti haldið planka. Algengasta svarið er “ég veit það ekki”, þá spyr ég yfirleitt hvað sé það lengsta sem þeir hafi haldið og þeir svara þá oftast “við gerum alltaf eina mínútu”.

Þá hefur maður hóp af íþróttafólki þar sem sumir geta plankað í 40sek, sumir í 3min, og svona helmingur kann að gera planka og helmingur ekki, en allir planka í mínútu. Líklegast fá svona 3 einstaklingar í hópnum gagnlega æfingu úr þessu, en fyrir hina er verið að sóa tíma og ýta undir álagsmeiðsli.

Forvarnir álagsmeiðsla felast fyrst og fremst í að einstaklingsmiða líkamlegu þjálfunina. Ekki er mögulegt að allir íþróttamenn í hóp eða liði fái hentuga veikleikaþjálfun á meðan allir í liðinu æfa eins. Sjálfsagt og eðlilegt er að íþróttaaæfingar, leikdrillur, taktík oþh æfist sem lið. Hitt á að vera jafn sjáfsagt að sprettæfingar, hraðadrillur, styrkur og þol þarf allt að einstaklingsmiða til að hámarka frammistöðu allra leikmanna og minnka meiðslahættu.
Peningum íþróttamanna og íþróttafélaga er svo að sjálfsögðu betur varið í að fyrirbyggja vandamál heldur en að standa í ómarkvissum og áhrifalitlum einkennameðferðum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s