Hnykkingar #2 – Skammtíma áhrif

Í fyrsta hluta þessarar seríu  fjallaði ég um hve lítið nákvæmar og stýranlegar hnykkingar eru, og að þær ólíklega hafi áhrif á hryggskekkjur eða stöðu hryggjarliða. Í þessum hluta fer ég yfir hvaða áhrif hnykkingar hafa á bakverki og líðan.

Algengt er að fólk telji að skekkjur á hrygg, smávægilegir snúningar stakra hryggjarliða, eða önnur smávægileg atriði hafi dramatísk áhrif á starfsemi líkamans. Ef áhrifin væri slík þyrfti ekki flóknar eða viðamiklar rannsóknir til að sjá það, hægt væri að einfaldlega mæla skekkjurnar og bera saman við starfsemi og verki og fá sterka fylgni. Í kjölfarið væri gerð framsýn rannsókn þar sem hópur fólks án verkja er mældur með reglulegu millibili, og borið saman hvenær verkir byrja og hvernig skekkjurnar í hryggnum eru þá.

Svo er ekki. Auðvelt er að sjá stór áhrif í rannsóknum, þó einungis lítill hluti þátttakenda þeirra sýni mikla jákvæða svörun við meðferðum. Að þessi spurning skuli enn vera opin eftir allar þessar rannsóknir bendir til að áhrifin, séu þau einhver, séu lítil og tímabundin.

Rannsóknir á lífeðlisfræði hnykkinga hafa varpað ljósi á virkni þeirra. Stærstu áhrif hnykkingar eru að lækka verkjaþröskuld, og ekki bara sértækt á hrygg heldur einnig í útlimum sem bendir til að um miðlæg áhrif sé að ræða en ekki staðbundin áhrif á hrygg. Væntingar viðskiptavinarins til hnykkingarinnar skipta hinsvegar meira máli. Áhrif væntinga til hnykkingar á verkjaupplifun heilbrigðra einstaklinga hefur verið skoðuð í rannsókn. Verkjaþröskuldur var metinn í útlim og í baki en rannsakendur höfðu áhrif á væntingar fólks til áhrifa á hrygginn. Þeir sem voru látnir eiga von á auknum verkjum fengu aukna verki en með jákvæða væntingu minnkaða verki – án væntinga minnkuðu verkir einnig (1).

Einhverjar vísbendingar eru til um að hnykkingar bæti lítillega hreyfigetu og sparkhraða í innanfótarsparki (2), en óljóst er hvort þau áhrif séu vegna, eða sambærileg við, upphitun frekar en bein áhrif hnykkinga.

Það eru því vísbendingar um að áhrif hnykkinga séu ekki ósvipaðar og af verkjalyfjum og upphitun. Þær geta vissulega verið varasamar (3) en ef engar frábendingar eru við notkun þeirra er ekkert til fyrirstöðu að beita þeim.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s