Lyftinganámskeið – Takmarkað pláss!

Fjögurra vikna námskeið í lyftingum byrja reglulega.  Auktu möguleika þína á árangri með aðstoð þjálfara (1). Auktu styrk, snerpu, liðleika og lærðu lyftingar hjá sjúkraþjálfara með meistaragráðu í íþróttasjúkraþjálfun og þjálfararéttindi í lyftingum frá evrópska lyftingasambandinu.

Æfingar eru 3x í viku, á mánudögum og miðvikudögum og föstudögum kl. 1718:30 í topp æfingaaðstöðu Ármanns undir Laugardalslaug. Einungis 10 pláss í hvert námskeið tryggja að hver iðkandi hefur góðann aðgang að þjálfara, sem tryggir fyrsta flokks þjálfun.

Fyrir hvern er námskeiðið

Lyftingar byggja upp styrk, auka liðleika, og auka snerpu. Að læra lyftingar og að stunda styrkþjálfun er gagnlegt fyrir alla, hvort sem það er íþróttafólk sem vill auka árangur sinn eða venjulegt fólk sem vill stunda lyftingar sem hluta af heilbrigðum lífstíl. Allir þurfa að byrja á grunninum, læra að þekkja líkama sinn, og að beita honum rétt.

Hvað eru lyftingar

Lyftingar sem íþróttagrein felst í tveimur greinum, snörun (e. snatch) og jafnhendingu (e. clean & jerk). Aðrar styrktaræfingar eins og t.d. hnébeygjur og pressur eru mikilvægur hluti af lyftingaþjálfun.

Lyftingar henta öllum! Ef þér finnst ekki spennandi að hangsa á hlaupabretti og glápa á sjónvarpið, þá gætu lyftingar kannski verið eitthvað fyrir þig!

Hvað færð þú út úr þessu námskeiði

  • Einstaklingsmiðaða lyftingakennslu frá vel menntuðum þjálfara
  • Tekið tillit til veikleika og styrkleika hvers og eins
  • Lærðu á þínum hraða! Þú þarft ekki að fylgja næsta manni, hver og einn lærir á sínum hraða
  • Fámennir hópar tryggja að þjálfari nær að sinna öllum iðkendum
  • Aðgangur að sundlaugum Reykjavíkur fram að sumri!
  • Aðgangur að æfingaaðstöðu út önnina!

Margt sem þú lærir á námskeiðinu er tengt því hvernig þú hreyfir líkamann þinn og hvaða sérþarfir hann hefur í þjálfun og gagnast því út lífið!

Þjálfarar

Haraldur B. Sigurðsson er menntaður sjúkraþjálfari með MSc (meistaragráðu) í íþróttasjúkraþjálfun og þjálfararéttindi frá Evrópska Lyftingasambandinu. Hann hefur stundað lyftingar í fjöldamörg ár og kennt byrjendum réttu tökin samhliða því. Haraldur hefur sterkan grunn í einstaklingsmiðaðri þjálfun, þekkingu á greiningu hreyfinga, og reynslu í að finna og leiðrétta veikleika í hreyfikerfinu. Allt þetta skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að þjálfun byrjenda í lyftingum.

Sigmundur Davíðsson er með þjálfararéttindi frá Evrópska Lyftingasambandinu og alþjóða dómararéttindi. Hann hefur dæmt á erlendum mótum ásamt mótum innanlands, setið í stjórn Lyftingasambands Íslands og  æft lyftingar lengi.

Verð

Námskeiðið kostar einungis 20.000 kr fyrir fjögurra vikna námskeið með möguleika á að klára önnina með áframhaldandi aðstoð þjálfara fyrir 20.000 kr. Iðkendur hafa aðgang að lyftingasalnum og sundlaugum Reykjavíkur án aukakostnaðar út þá önn sem námskeiðið er tekið. 

Takmarkað pláss er á námskeiðin  ekki bíða hafðu samband strax á halli.physio@gmail.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s